31.7.2009 | 11:40
Kanadamenn; vinir í raun
Samskipti okkar við ýmsar nágrannaþjóðir eru orðin ansi dapurleg. Við teljum okkur vinalaus og ekki í fyrsta sinn "Enginn grætur Íslending" orti Jónas forðum.
En kannski við séum að eignast nýja vini. Eða öllu heldur; ég held að við tökum nú betur eftir því hverjum er ekki sama um okkur.
Færeyingar hafa gert allt sem þeir geta til að aðstoða okkur; veittu okkur strax refjalaust lán, þeir stóðu fyrir fjárfestingarráðstefnu fyrirtækja á Íslandi um daginn ofl. Ótrúlegir Færeyingar. Vinir í raun.
En að auki eigum við góða frændur í Kanada. Kanadamenn hafa sýnt okkur alls konar vináttuhót í gegnum árum. Oft tókum við varla eftir þessu, en það er önnur saga. Nú síðast bauðst kanadíska fylkið Manitoba til að greiða götur Íslendinga sem vilja vinna á Íslendingaslóðum meðan kreppan stendur yfir hér.
Ótrúlegt vináttubragð því atvinnuleysi er landlægt í Kanada og kjark þarf hjá stjórnvöldum þar í landi til að fara í svona aðgerð.
Ég vil því telja fram Kanada (þar sem ég var við nám í þrjú ár) sem alvöru vinaþjóð okkar á umbrotatímum.
Um bloggið
Sigmar Þormar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðir eiga ekki vini bara hagsmuni.
Finnur Bárðarson, 31.7.2009 kl. 12:44
Gott Finnur. En kannski liggja hagsmunir okkar í nánara samstarfi við þjóðir utan ESB.
Sigmar Þormar, 31.7.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.