29.7.2009 | 21:30
Vinnum ekki að; drífum í þessu.
Ég las að Geislavarnir "vinni að" því að börn verði ekki fyrir stórskaða af því að liggja í þessum bekkjum. Eitthvað undarlegt orðalag eða áherslur hjá þeim. Frekar þarf að stoppa þessu vitleysu af strax í dag. Engin börn í ljósabekkjum er fyrsta skrefið. Næsta skrefið er að banna notkun þeirra alveg. En að þessu síðarnefnda má þá kannski "vinna að".
Ögmundur drífðu þig.
kveðja frá flokksbróður.
Varað við ljósabekkjum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigmar Þormar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fólk þarf nú fyrst að gera sér grein fyrir því að sólarbekkur er ekkert nema vél sem framleiðir mjög sterkt sólarljós, þe. mjög sterk sól. Áhættan er alveg sú sama og að standa úti í nokkra klukkutíma á heitum degi í sólinni, ef það á að banna bekkina þarf einnig að banna fólki að vera lengur en segjum 4 tíma í sólinni á dag þegar heitt er.
Siggi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 22:24
Afhverju skref númr tvö? Hversvegna banna banna banna?
Ég skil viðhorfið að leyfa börnum ekki að nota þá, en hvers vegna að refsa fullorðnu fólki fyrir þetta?
Manneskjan er skynsöm vera. Fólk þarf að kunna að taka afleiðingum gjörða sinna. Allt hefur sína kosti og galla
Sá sem fer í ljós gerir sér grein fyrir því að óhófleg notkun þeirra er krabbameinsvaoldandi. Það þarf hinsvegar marga ljósatíma á stuttu millibili til þess að þetta sé krabbameinsvaldandi.
Einn ljósatími á miðjum vetri getur hins vegar gert kraftaverk fyrir náfölan Íslending sem aldrei sér sólina.
Atli freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 01:35
Nei Atli Freyr manneskjan er ekki skynsöm vera. Við getum leyst þessa heimspekilegu vangaveltu hér og nú.
Hví annars fengju þau sjálfviljum (og kannski með heimild foreldra) sjálfviljum reglulega skammta af lífshættulegum geislum.
Öll aukning útfjólublárra geisla á húð barna er stórvarasöm. Spurðu hvaða húðlækni sem er. Þetta er ekki spurning um að taka þetta í litlum skömmtum.
Og Siggi minn. Það er bara ekki æslilegt að standa útí í sólinni marga tíma á dag.
Afsakaðu því Atli minn er ég er algerlega ósammála. Bann strax.
Hvar er Ögmundur?
Sigmar Þormar, 30.7.2009 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.