24.10.2009 | 18:11
Vitleysan til okkar frá útlöndum
Ísland hefur ekkert með meira erlent vald og áhrif að gera. Vitleysan er nóg nú þegar. Dæmi; Verið er að skipta Orkuveitu Reykjavíkur upp í tvö fyrirtæki (með gríðarlegri fyrirhöfn og kostnaði) vegna krafa EES samnings. Ástæðan; samkeppni á orkumarkaði Evrópu. En .. . Það er bara engin samkeppnismarkaður hér á sviði orku til almennings. Orku er aflað á Íslandi á ódýran máta með öflugum opinberum fyrirtækjum (Landsvirkjun, OR). Uppstokkun orkuöflunar- og veitu hér á landi er dæmi um ruglið sem er að hellast yfir okkur og herðist enn meir við inngöngu í EB.
En þessu nenna margir nú ekki að huga að. Við megum ekki "standa utanvið" ákvarðanir annara þjóða segið þið bloggarar hér. Rangt; Ísland er ekki einangrað lengur. Við erum í gríðarmiklu alþjóðlegu samstarfi sem við lokum á með inngöngu í EB (Leifslínuna svokölluðu sem dæmi þ.e. tengsl við Bandaríkin og Kanada)
Samfylkingarfólk og þið kæru bloggarar eruð hinsvegar að draga okkur inn í alþjóðastarf og ákvaðanir sem henta ekki hagsmunum okkar. Henta ekki atvinnulíf (sem er öflugt nú um stundum, stutt af okkar eigin gjalmiðli íslensku krónunni, og mun draga okkur upp úr kreppunni). Hentar ekki sjávarútvegi, hentar ekki orkuöflun og útrás ofl.
Þið eruð að stefna þjóðfélagsþróun hér á landi í öfuga átt og aftur í tímann. Skömm sé ykkur.
En allt í lagi að heyra í ykkur áfram.
Um bloggið
Sigmar Þormar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.