Rangur fréttaflutningur af Ögmundarfundi

Þessir fundur var nú enginn sérstakur stuðningsfundur við Ögmund.  Þetta var félagsfundur hjá VG í Kraganum svokallaða. Ögmundur fékk ýmislegt að heyra frá okkur. Gagnrýni með annars á ákvörðun hans um að segja af sér ráðherradómi.

Síðan vita allir að Ögmundur Jónasson er einn öflugasti þingmaður þjóðarinnar. Engin tíðindi að félagar hans vilji að hann stýri ráðuneyti.


mbl.is Þykir vænt um stuðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölmiðlar eru enn meðvirkir í útrásinni.  Þeir héldu ekki vatni meðan útrásarvíkingarnir undirbjuggu kollsteypuna. 

Nú þegar hafist er hand við tiltektina eftir þá gleypa þeir allt sem þeir geta til að búa til fréttir sem geta komið tiltektarliðinu illa. 

Annars eru Ögmundur  og Liljurnar að undirbúa stofnun eigin flokks. Hann sá eftir því frá fyrsta augnabliki að hafa sagt af sér.  Þess sér greinilega merki á fésbókarsíðu sem hann hefur stofnað til að styðja sjálfan sig.  Og meginkrafa hans til stuðnings sjálum sér. Ögmund aftur í ráðuneytið. Þetta er ömurlega lítilmannlegt.

Svona hringlandi lýsir bara manni sem þyrfti að taka sér nokkurra mánaða frí og hugsa sinn gang. 

Hann er í þann veginn að leggja í rúst 10 ára uppbyggingu stjórmálahreyfingar.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 22:57

2 identicon

Þessi frétt ásamt skrifum DO í sunnudagsmoggann verða aðalmálin í Silfri Egils á morgun, sanni þið til. DO góður.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 23:09

3 identicon

Guðfríðir Lilja er skelfilegasta sending sem VG gat fengið og hún hefur skelfileg áhirf á félaga Ögmund. Verst er þegar Þjóðernissinnar (eins og hún er eingöngu) halda að sá últra hægri fasismi eigi erindi við vinstirmenn hvað þá þegar við látum slíkan fasisma ráð okkar för. - Karl Marx fyrirleit ekkert sem þjóðernishyggjuna, jafnvel kapitalisminn sjálfur var sakleysislegur í samanburði við þjóðernishyggjuna því hún stóð í vegi þess að verkalýður allra landa sameinaðist og olli jafnvel því að öreigar og verklýður t.d. Bretlands studdi fremur breska auðmenn en írskan eða þýskan verkalýð.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 05:56

4 Smámynd: Sigmar Þormar

Æ. ÉG er ekki sammál mæðunni í ykkur bloggurum. Ögmundur og Guðfríður Lilja eru meðal bestu þingmanna þjóðarinnar.

En þetta eru engin smá viðfangsefni sem dembt var upp í fangið á þeim. Engar einfaldar lausnir.

Sigmar Þormar, 11.10.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigmar Þormar

Höfundur

Sigmar Þormar
Sigmar Þormar

Höfundur er kennari og ráðgjafi.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband