3.4.2010 | 09:49
Hættan af Kötlu
Ég verð að segja eins og er að gleðin í kringum eldgosið á Fimmvörðuhálsi er farin að minna mig á góðærið kennt við 2007. Nema að bakslagið gæti orðið miklu hræðilegra.
Ábyrgðarleysið og kjánaskapurinn í umgengni við eldstöðina Kötlu (sem er undir Mýrdalsjökli) er sláandi. Gæti endað hræðilega, miklu verr en nokkkur Icesaveskuld.
Hvernig væri að vísir menn (les jarðfræðingar) rituðu eða blogguðu af meiri krafti um eftirfarandi:
1. Katla er ein hættulegasta eldstöð landsins. Sérstaklega vegna þess hve hamfaraflóð fer hratt af stað (það fer yfir þjóðveginn um 1klst eftir að gos byrjar skr. viðvörum við veginn). Ímyndið ykkur ástandið uppi á jöklinum sjálfum.
2. Katla er undir Mýrdalsjökli hvar hundruðir jeppa geysa nú um daglega.
3. Eldgos gera stundum lítið eða engin boð á undan sér (sbr. nýjasta sprungan á Fimmvörðuhálsi).
Rýmdu gossvæðið vegna óveðurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigmar Þormar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammàla. Er viss um ad jördin à eftir ad rifna undir fòlkinu eda Katla byrjar ad gjòsa. Thetta er brjàlædi, sem hvergi myndi vidgangast nema hèr. Almannavarnarnefnd hefur ekki töggur ì sèr til ad banna fòlki ad fara tharna upp. Svo er fòlk ad slasa sig ì stòrum stìl og làta flytja sig ì thyrlum nidur. Hvad kostar svona lagad? Madur tharf ad borga gjald, ef madur er fluttur ì sjùkrabìl à spìtala, en tharna eru sjùkraflutningar òkeypis.
Steini (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 10:42
Það er reyndar búin að vera stöðug skjálftavirkni í Eyjafjallajökli alveg frá áramótum, er það er ekki að gera boð á undan sér? Það vissu allir að eitthvað væri í gangi í kvikuinnskotinu undir Eyjafjallajökli (þaðan sem gosið á Fimmvörðuhálsi á upptök sín). Það er búin að vera mjög lítil skjálftavirkni í Mýrdalsjökli undanfarið og ég er alveg viss um að Katla ræski sig aðeins áður en hún byrjar.
Þórður (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.