1.4.2010 | 12:56
Glórulaus ákvörðun
Katla er hættulegasta eldfjall landsins. Við vitum lítið um hvernig gosstöðvarnar á þessu svæði hegða sér. Og gosið er farið að koma okkur á óvart.
Að opna fyrir umferð um þetta svæði er glórulaust.
Gosslóðirnar opnaðar aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigmar Þormar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkuð til í því hjá þér en en fólk er forvitið!
Sigurður Haraldsson, 1.4.2010 kl. 14:20
Ég er sammál þér að þetta er röng ákvörðun útfrá öryggissjónarmiðum. Hafði í gær ákveðið að fara í göngu uppá Morinsheiði í dag en breytingin sem varð í gærkvöldi kom mér ofan af þeirri ákvörðun.
Gísli Ingvarsson, 1.4.2010 kl. 14:45
Miðað við að almannavarnir hafi fundað um þetta mál í allan dag efa ég að þetta hafi verið glórulaus ákvörðun
Jóhann (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 14:55
Almannavarnir geta ekki séð betur fyrirfram hvaða breytingar eiga sé stað á svæðinu!
Sigrún (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 17:45
Öll almenn umferð gangandi og vélknúinna faratækja er bönnuð í 1 km radíus frá eldstöðinni og nær það einnig til leiðarinnar að Hrunagili (við hraunfossinn) frá Fimmvörðuhálsi.....en samt er bullandi umferð við gígana.Sbr.myndavél ´Milu
Golli (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 21:00
Það er engin leið að hefta og banna umferð, það þyrfti heilan hér til að fylgja því banni eftir.
Boð og bönn hafa oftar reynst hættulegri en annað.
Ýmislegt er hættulegt gerum við , ss ferðalög, reykingar og jafnvel íþróttaiðkun.
Aðferðin til að sporna við óhöppum er fræðsla og aftur fræðsla og gera fólk meðvitað um að það er algerlega á eigin ábyrgð.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 2.4.2010 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.