Færsluflokkur: Bloggar

Össur tjáir sig ekki....

.... um samtalið við utanríkisráðherra Hollands (frétt RÚV í morgun) . Ótrúlegt hve stjórnvöld eru ákveðin að tjá sig ekki um margt er varðar Icesave og aðildarumsókn að ESB. Í þessu umhverfi er okkur almennum borgurum ætlað að meta kannski stærstu ákvarðanir Íslandssögunnar; gríðarlega skuldir sem okkur er ætlað að greiða (Icesave) og framsal fullveldis Íslands til ESB.

Þessu verður að linna. Taka verður upp ný vinnubrögð. Upplýsingarmiðlun á að vera greiða sem fyrsta skref í vitlegri íslenskri stjórnsýslu á örlagtímum.


mbl.is Ræðir við Bildt um ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil sjá mynd af hjólinu!

Dapurleg frétt. En eitt vantar kæra Moggafólk. Mynd af hjólinu svo við getum svipast um eftir því.
mbl.is Hjólið komið til Tortóla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sættum okkur við þetta

Ætli við verðum bara ekki að treysta ríkisstjórninni til að ganga frá þessu.

Við kusum nýja ríkisstjórn upp úr Búsáhaldabyltingu og eftir setu líklega verstu ríkisstjórnar íslandssögunnar (D/F og D/S) sem réðu ekki við að standa á móti þessu útrásarfjármálarugli.

Æ það er einhvern vegin bara kjánalega að ætla að hefja núna æsing við hverja aðgerð ríkisstjórnarinnar þegar þau reyna að greiða úr þessum málum.


mbl.is Margir skrá sig gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita þau hvað þau eru að gera?

Einhver sagði um útrásarvíkingana í miðju góðærinu að vonandi vissu þeir hvað þeir væru að gera.

Jæja niðurstaðan varð víst sú að þeir vissu það ekki. Fjármáladrengirnir vissu ekkert hvað þeir voru að gera.

Sama vil ég nú segja um okkar ágætu ríkisstjórn. Vonadi vita þeir hvað þeir eru að gera í Icesave deilunni. Það ríkir svo mikil leynd og upplýsingaleysi að við almenningur getum varla metið stöðuna.

Talað er t.d. um að aflétta frystingu á eignum Landsbankans. En hvað með eignir Kaupþings? Voru þær ekki frystar með hryðjuverkalögunum Var sleppt að semja um það??? osfrv.


mbl.is Verðmæti eigna lykilatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er fjársvipamál?

Ekki veit ég það og eins gott að Mogginn hafi fjármál á hreinu á þessum síðustu og verstu.
mbl.is Ekki slys heldur sjálfsvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðasjóðurinn ekkert miðað við ESB

Ef ykkur finnst krakkar Alþjóðagjadeyrissjóðurinn afskiptasamur um innri mál Ísland bíðið bara þangað til búið er að pússa okkur inn í Evrópusambandið.

ESB mun skipta sér af miklu fleiri.  Nú þegar er okkur gert að kaupa húsarafmagn á samkeppnismarkaði orkuveitna (vegna EES samningsins). Algert bull og enginn veit af þessu.

Bráðnauðsynlegt er að ná vöxtum niður. Lágir vexti þýða öflugra atvinnulíf. En alþjóðastofnanir sem langt eru í burtu skilja ekki íslenskar aðstæður.


mbl.is Sitjum ekki undir tilskipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítnir náungar (Odd fellows)

Þessir menn eru ansi sérstakir í háttum, það sem á ensku er kallað Odd fellows.
mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá þér Þór en mátti þetta ekki koma fyrr?

Það er nú einmitt þetta sem vantaði Þór í góðærisæðinu. Gagnrýna yfirvegaða umræðu.

Of lítið var um svona meðan útrásin stóð yfir. Það var eins og Samtök atvinnulífsins hefðu ekki burði í neitt annað en sjálfshól. Því miður. Þín samtök voru undir þetta sama seld.

 Helst kom beitt umræða frá Ragnari Önundarsyni bankamanni.

Semsagt Þór. Ég vil fá svona ræður frá þér hvort sem er góðæri eða hallæri.

kveðja

Sigmar Þormar

 


mbl.is „Margir blinduðust af sjálfshólinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð ósmekkleg

Það er mjög alvarlegur hlutur ofbeldisfullar árásir á fólk sem er að taka þátt í "hinu lýðræðislega ferli" eins og stjórnmálafræðikennari minn Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það. Nasistar og aðrar hreyfingar gegn lýðræðinu notar þessar aðferðir.

Þessi hálfkæringur hér á blogginu er ósmekklegur.  Og mín skoðun hefur ekkert með flokkspólitík að gera. Ég hef lengi verið gallharður Vinstri grænn sem sluppu víst við ofbeldið.


mbl.is „Þetta var bara innrás“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spor Nýfundnalendinga hræða

Ég er sammála Ásgeiri Helgasyni og fleirum hér. Þetta Evrópusambandsæði er Samfylkingunni til skammar. Skoðum söguna; 

Nýfundnaland tapaði sjálfstæði sínu um miðja 20.öld  í efnahagsþrengingum og hafa búið við sára fátækt síðan.

Endalaust peningaaustur og sjóðasukk Kanadastjórnar til þeirra hefur aðeins gert ástandið verra.

Fetum ekki sömu leið.


mbl.is Þreyta í stækkun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigmar Þormar

Höfundur

Sigmar Þormar
Sigmar Þormar

Höfundur er kennari og ráðgjafi.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband